Yfirheyrslan – Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

April 27, 2013 by
Filed under: Yfirheyrslan 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Ég var búin að horfa öfundaraugum á sjósyndara í langan tíma, fannst þetta vera algjörar hetjur, en
svo atvikaðist það þannig að ég komst í kynni við skemmtilegt sjósund fólk í Reykjavík vorið 2012 sem
dreif mig með sér í millimánaða sund í nauthólsvíkinni og eftir það varð ekki aftur snúið.

Í hvernig sundhettu langar þig mest?

Ég er alltaf pínu veik fyrir blómasundhettum en það væri kannski hentugra að eiga neopren hettu
með kraga.

Hvar er draumurinn að synda?

Ég á engan sérstakan

draumastað satt að segja.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn?

Það mun vera í höfninni á Hvammstanga. Ég fór þangað í júlí í fyrra og gleymi því seint. Ég lenti í
marglyttutorfu og brann svo heiftarlega að það varð að kalla út lækni og sprauta mig, ég fór í hálfgert
sjokk, hristist öll og skalf og grenjaði af verkjum. það kom svo reyndar í ljós að ég er með ofnæmi fyrir
marglyttum. Ég verð að viðurkenna að ég kvekktist örlítið en það stóð sem betur fer stutt yfir.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Það bara bætir, hressir og kætir. Ég hef óbilandi trú á að það bæti heilsu fólks. Öll þessi steinefni í
sjónum gera manni gott og svo er það líka einstaklega gott fyrir ónæmiskerfið að stunda heit og köld
böð.


Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Nei, ekki nema það að reyna komast oftar og reglulega.

Er sjósund smart eða púkó?

Sjósund er flottast!

Syndari eða syndgari?

Verð víst að segja bæði, það fellur annað slagið á geislabauginn hjá mér.

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Ég er að læra sálfræði auk þess sem ég er með vinnustofu sem ég reyni að sinna í hjáverkum, er
semsagt myndlistarkona líka. Já og svo er ég ráðgjafi hjá Drekaslóð, er norðurlandsdrekinn þeirra.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Þegar ég næ að vera sem mest í núinu

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér?

Nei engar, það myndi samt hljóma svo vel að geta sagt frá einhverjum.

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?

Ætli ég myndi ekki vilja vera selur og getað kannað lífríki sjávarins.

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?

Hafa opið allann sólarhringinn svo ég geti skutlast í sjóinn þegar mér hentar. Já og hafa einhvern til að
nudda á mér axlirnar í heita pottinum.

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín?

Uhumm…..

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?

Veit það ekki.

Kók eða Pepsí?

Hvorugt, drekk ekki gos.

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?

Já með bestu lyst

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?

Humar og skötuselur, svo er þorskurinn alltaf fínn.

Æfir þú aðrar íþróttir?

Ég stunda Jóga, fer í göngutúra, sund og drattast annað slagið á crosstrainer tækið mitt.

 

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!