Harpa Hrund tekur þátt í Windsor Swim í júní.

May 3, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Í sumar ætlar Harpa Hrund Berndsen sjósyndari að taka þátt í Windsor Swim. Windsor Swim er partur af “Human Race Open Water Swim Series”,árlegri mótaröð í Víðavatnssundi sem samanstendur af sjö mótum sem haldin eru í sjónum, ám og vötnum víðs vegar um Bretland. Í fyrra tóku alls yfir 5000 sundmenn þátt í mótaröðinni, en í ár er synt til styrktar krabbameinsrannsóknum (Cancer Research UK).

Mótið sem hún mun taka þátt í er haldið 2. júní í Windsor og er synt í hinni víðfrægu Thames á. Við spurðum Hörpu um ástæðu þess að hún ákvað að taka þátt. “Mér fannst spennandi að taka þátt í þessu móti því Windsor er yndislegur bær ekki langt frá London. Ég kom þangað fyrst árið 2002 og heillaðist alveg. Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á bresku konungsfjölskyldunni og Windsor kastali, helgarheimili drottningarinnar, er við Thames ánna í Windsor, svo það verður ekki leiðinlegt að synda þar fram hjá. Ég er mjög spennt að sjá hvernig svona skipulögð sund fara fram erlendis, samt er ég smá kvíðin því sjórinn er ennþá það kaldur hér að ég mun ekki ná að æfa mig að synda neitt að ráði í sjónum áður en ég fer út. Ég mun synda 1500m en hægt er að velja um vegalengdirnar 750m, 1500m og 3km. Flestir synda í búning en leyfilegt er að vera í venjulegum sundfötum svo ég mun gera það, enda kann ég ekki að synda í búning :)

Svona er hægt að tvinna saman áhuga á sjósundi og bresku konungsfjölskyldunni. Það verður gaman að fylgjast með sundinu hjá Hörpu og fá fréttir af því loknu. Frekari upplýsingar um sundið eru hér: http://humanrace.co.uk/events/open-water-swimming/windsor-swim/

Share

Comments

2 Comments on Harpa Hrund tekur þátt í Windsor Swim í júní.

  1. Eygló on Mon, 13th May 2013 11:35
  2. Góðða ferð, Harpa og skemmtu þér vel. Bið að heilsa í Winsor kastala!

  3. Harpa on Fri, 17th May 2013 00:34
  4. Takk Eygló. Þetta verður gaman :)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!