Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar – Dagskráin í júní.

May 17, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Þá er sumaropnun byrjuð í Nauthólsvíkinni og opið frá kl 10 – 19 alla daga í sumar. Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar. Hér ætla ég rétt að segja ykkur hvað verður um að vera í júní.

Sunnudaginn 2. júní ætlum við að fara í Þorlákshöfn og synda í Skötubótinni sem er sandfjaran fyrir neðan golfskála Þorlákshafnarbúa. Þarna eru oft skemmtilegar öldur til að leika sér í og sandurinn þarna er ótrúlega fínn.
Fimmtudaginn 6.júní verðum við með Stökkkeppni af klettinum. Verðlaun fyrir flottustu stunguna og mestu tilþrifinn. Öllum velkomið að taka þátt.
Þriðjudaginn 18. júní verður svo fyrra Fossvogssundið. Tilvalið fyrir þá sem langar að synda yfir til Kópavogs með fylgd. Bátar munu ferja þá til baka sem ekki treysta sér til að synda til baka.

Sunnudaginn 23. júní ætlar Sjóbaðsfélag Akraness að vera með Skarfavarasund upp á Akranesi en þá er synt frá Skarfavör suður af Breiðinni og að Merkjaklöpp á Langasandi, 1,7 km löng leið.

Þá reiknum við með að fjölmenna á Jónsmessubrennuna út á Gróttu og synda eins og í fyrra við harmónikkuleik og fjörubál út í sjó.

Í sumar ætlum við líka að vera með nýliðasund alla miðvikudaga kl 17:30. Við hvetjum þá sem langar að prófa sjósund og vilja hafa einhvern með sér að hitta okkur við afgreiðsluna niður í Nauthólsvík og við munum leiða ykkur áfram :-) Frábært fyrir einstaklinga eða hópa að koma og fá leiðbeiningar og hvatningu.

Eins ætlum við að prófa að vera með samsund á sama tíma. Þeir sem vilja synda lengra eða bara með öðrum geta þá hitt aðra og þeir synt saman.

Nánari dagskrá sumarsins mun koma fljótlega inn á síðuna og eins verða hún hengd upp niður í Nauthólsvík.
Ykkur getur allaveganna farið að hlakka til.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!