Synt á nýjum stað – Skötubót og sjómannadagskrá

May 27, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 31. maí ætlum við að fara saman og synda aftur í Skötubótinni í Þorlákshöfn. Hittumst við Olís Norðlingaholti kl 18, sameinumst í bíla og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir. Mikið er um að vera í Þorlákshöfn þetta kvöld enda sjómannadagshelgin byrjuð og dagskrá kvöldsins ekki að verri endanum. Eftir sundið ætlum við að rölta um bæinn og kíkja á dagskránna í Skrúðgarðinum en þar mun m.a. Ingó og Veðurguðirnir skemmta, þorpsveitin spila undir skrúðgöngu og ég veit ekki hvað. Við ætlum allaveganna að vera á staðnum og njóta þess sem Þorlákshöfn hefur upp á að bjóða saman.
Tilvalið að taka fjölskylduna með.
Sjáumst
Skemmtilega nefndin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!