Súpusala sækúnna á Ylströndinni 18 júní

June 13, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi þriðjudag, 18. Júní verður hið árlega Fossvogssund SJÓR sem hefur ávallt verið mjög vel sótt.  Á sama tíma verða Sækýrnar með fjáröflun á Ylströndinni fyrir góðgerðar sundið sem þær hyggjast synda yfir Ermarsundið og til baka til styrktar MS félaginu. Lagt verður af stað til Dover 20. júní næstkomandi.  Fjáröflunin er í formi súpusölu fyrir alla sem á Ylströndinni verða og mun hún kosta 500 krónur. Muna að taka pening með þar sem posi verður ekki á staðnum. Tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og fá góða súpu eftir sundið og styrkja gott málefni..  Baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög. Aldrei að vita hverju von er á frá kusunum sem eiga það til að bresta í söng og fremja ýmis uppátæki

Þeir sem vilja styrkja þetta verkefni beint geta lagt inn á reikning  0515-14-407491 kt. 551012-0420 – Með fyrirfram þökk, Sækýrnar

Sækýr

.

 

 

 

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!