Synt út í Viðey í blíðskaparveðri

August 23, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Hið árlega sund Sjósunds- og Sjóbaðsfélags Reykjavíkur út í Viðey fór fram í kvöld og tóku hátt í 60 manns þátt í sundinu. Veður var með besta móti, lítill vindur, hlýtt og lítil alda. Allir kláruðu sundið þreyttir og sælir. Nokkrar marglyttur skreyttu leiðina og þurftu sundmenn að synda gegnum nokkrar þyrpingar þeirra og höfðu misgaman af. Sundið tókst mjög vel og var sundmönnum vel gætt á leiðinni af björgunar- og hjálparsveitarfólki auk kayakræðarar. Sund út í Viðey hefur nú fest sig rækilega í sessi sem fastur liður í aðdraganda Menningarnætur, og alltaf fleiri sem spreita sig á þessari vinsælu sundleið.

2013-08-23 17.50.52

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!