Fyrirlestur um ofkælingu og drukknun

October 14, 2013 by
Filed under: Fréttir 
Björgunarsveit Kjalarness ætlar að halda fyrirlestur fyrir sjósundsfólk  sunnudaginn 20. október í Fólkvanginum við hlið sundlaugar Kjalarness og hefst hann kl 12:30
Fyrirlesari er Friðrik Theódórsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Hann mun fjalla um ofkælingu og drukknun sem er helstu hættur sjósunds auk þess sem komið verður inn á fyrstu hjálp. Einnig hafði hann hugsað þetta ekki eingöngu sem fyrirlestur, heldur í formi spjalls þar sem spurningar og dæmisögur koma frá sjósundsfólki. Reykjavíkurborg veitti styrk til að halda þennan fyrirlestur.
Kjalnesingar verða með heitt á könnunni og við ætlum að gefa okkur góðan tíma í að spjalla saman.
Það er því tilvalið fyrir félagsmenn að mæta í sjósund kl 11 og rölta síðan á fyrirlesturinn eftir pottinn.
pottur1
Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!