Yfirheyrslan: Margrét Bára Jósefsdóttir

September 17, 2013 by
Filed under: Fréttir 

bara6

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum? Helgi sonur minn byrjaði haustið 2011 og var ansi iðinn í nokkra mánuði svo ég ákvað að prófa,gerði það 8mars 2012 í snarbrjáluðu veðrið og haugabrimi,var eins og korktappi í flæðarmálinu,komst aldrei almennilega útí,svo ég fór aftur og aftur

Í hvernig sundhettu langar þig mest? Ég á kafarahettu sem ég er mjög ánægð með en vildi samt að hun væri í skærum lit

Hvar er draumurinn að synda? Ég er svo ánægð með Langasandinn að mig dreymir ekki um aðra staði.

bara4

Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Þegar ég synti fyrir Klébergið.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Mér finnst ég hafa hætt að eldast eftir að ég fór að synda með krökkunum í sjóbaðsfélagi Akranes.

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Halda áfram að fara í sjóinn hvað sem hver segir.

Er sjósund smart eða púkó? Smart

Syndari eða syndgari? Syndandi syndgari.

Hvað ertu að gera þessa dagana? Hugsa um framtíðina.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur? Er oftast hamingjusöm þegar ég minni mig á að láta aðra vera í friði.

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér? Klæði mig heima í sundfötin,reyni að muna eftir fötum til að fara í á eftir.

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Hafmeyja.

bara5

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Jájá flesta.

Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Hvalurinn

Æfir þú aðrar íþróttir? Nei en geng nokkrum sinnum á ári.

Fyrir hverja er sjósund? alla sem hugsa: ætti ég að prófa!

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Sjóbað á Langasandinum er langbest, vitum aldrei hverju við eigum von á.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!