Sjósundgarpur Íslands – sjósundskeppni milli útgerða

September 25, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Sjósundkeppni fer fram í Nauthólsvík laugardaginn 28.9.2013. 
Þar keppa útgerðarfyrirtækin um titilinn „Sjósundgarpur Íslands 2013“.

Keppnin fer þannig fram að keppendur (fulltrúar útgerðarfyrirtækja) stinga sér til sund frá 
varðskipinu Baldri, sem siglt verður inn í Nauthólsvíkina, og synda í land en endamarkið er 
á sandströndinni í Nauthólsvík við pottinn. Vegalengdin sem synd er  100 metrar.
Dagskrá:

Kl. 13.00 synda meðlimir Sjór,  aðildarfélag Sundsambands Íslands, 260 metra vegalengd. 
Veitt verða verðlaun fyrir skrautlegasta höfuðfatið.
Kl. 14.00 hefst keppni milli útgerðarfélaga þar sem synt verður frá varðskipinu Baldri 
í land. Sigurvegari er „Sjósundgarpur Íslands 2013“. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar 
fylgja sundmönnum eftir á gúmmíbátum og er kafari tilbúinn til taks.
Kl. 15.00 verður Menntamálaráðherra hent í sjóinn og sýnir áhöfn þyrlunnar 
nýstárlega björgun þar sem viðkomandi er veiddur upp úr sjónum með þar til gerðu neti.

Markmiðið er að vekja athygli á fjölbreyttu starfi Sundsambands Íslands, 
öryggi sjómanna og mikilvægi þess að kunna að synda.

Þátttökugjald er 1000 krónur. SJÓR greiðir fyrir sína félagsmenn.
Það væri frábært ef sem flestir gætu tekið þátt í hópsundinu og dagkránni.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!