Aðalfundur SJÓR fimmtudaginn 31. október kl 19:30

October 23, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Aðalfundur Sjósunds og sjóbaðsfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 31. október kl. 19:30 í húsi Sigluness í Nauthólsvík

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
3. Umræður um skýrslu og reikninga
4. Lagabreytingar
5. Kosning nýrrar stjórnar og endurskoðenda. (Tillaga um að stjórn siti áfram fram að næsta aðalfundi sem áætlaður er í byrjun næsta árs)
8. Önnur mál
Tillögur að lagabreytingum skulu sendast á raggy.sjor@gmail.com

Stjórn SJÓR leggur til lagabreytingu á 10. grein laga SJÓR.
Í dag er 10 grein sem hér segir:
10. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir októberlok, ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tryggum hætti. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum.
Stjórn leggur til að breytingin verði sem hér segir
10. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok mars mánaðar, ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tryggum hætti. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum.
Skýringar: Á þennan hátt er hægt að gera upp síðasta starfsár, í stað þess að stjórn sé að gera upp árið þar á undan. Þetta er hefðin í félagasamtökum og auðveldar stjórnum að klára árið. Þegar lög félagsins voru samþykkt var starfið aðalega á sumrin, en nú spannar það allt árið. Stjórnin stefnir á að halda næsta aðalfund fyrir lok mars 2014
Hvetjum félagsmenn til að mæta á fundinn.
Kveðja Stjórnin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!