Yfirheyrsla Sigurður V Aðalsteinsson

November 25, 2013 by
Filed under: Fréttir 

siggi

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Bróðir minn hafði verið að reyna að plata mig í þetta, enn alltaf sagt honum að ég muni ALDREI ALDREI fara í sjóinn, það væri sko nóg að vinna til sjós og færi sko ekki að henda mér í hann líka.
Nú býður maður spenntur eftir næsta skipti.

Í hvernig sundhettu langar þig mest? Hettan, hún þarf bara að vera góð, og gera sitt gagn.

Hvar er draumurinn að synda? Hef nú lítið hugsað út í það hvar mig langar helst að synda, enn þegar maður ferðast og sér fallega staði þá fer maður oft að hugsa hvað það væri gaman að synda þar.

Eftirminnilegasti sundstaðurinn? Hef nú bara synt á Akranesi sem er algjör paradís og á Kjalarnesi. Ég verð að segja að mér finnst skemmtilegra að synda á Kjalarnesi, þar er meira að sjá og skoða.

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig? Tildæmis hef ég hvorki kvefast eða veikst að neinu ráði, og kuldaþolið aukist.

siggi2.jgp

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið? Sjóssundmarkmiðið er bara það að reyna að fara sem oftast.

Er sjósund smart eða púkó? Smart

Syndari eða syndgari? Syndari

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur? Þegar ég er í faðmi fjöldskyldunnar!

Eru einhverjar hefðir í kringum sjósundið hjá þér? Nei

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera? Það er nú auðvelt, höfrungur eða selur því þegar maður sér þessi dýr sér maður sakleysið og svo leika þau sér! á vel við mig.

siggi1

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin? Já ég borða sjávardýr!

Hvaða sjávardýr er best á bragðið? Ný veiddur og grillaður selur og Langa.

Æfir þú aðrar íþróttir? Fer stundum í ræktina og þá er gott að fara í sjóinn strax á eftir.

Fyrir hverja er sjósund? ALLA! Til þeirra sem eru að hugsa um að prufa sjósund, þá ekki hika við það, ég mæli með því að byrja að sumri til og finna svo sjóinn kólna þegar líður á haustið,
Ekki byrja að vetri til, held að 2-3 gráðu heitur sjórinn myndi bara fæla frá.
Og eitt enn þetta er miklu kaldara í höfðinu á þér enn þetta er í raun og veru, svo sakar ekki að hafa öldur það er klikkað gaman að leika sér í þeim.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!