Sækýrnar heiðraðar með silfurmerki SSÍ

November 25, 2013 by
Filed under: Fréttir 

IMG_4978 (2)

 

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð SSÍ var haldin 24. nóvember s.l. í Ásvallalaug í Hafnafirði. Á hátíðinni voru Sækýrnar heiðraðar með silfurmerki SSÍ fyrir sund sitt yfir Ermarsundið síðasta sumar.  Í reglum SSÍ um heiðursviðurkenningar kemur fram að veita megi þeim sem hafa náð viðurkenndum alþjóðlegum árangri silfurmerki SSÍ. Sækýrnar eru þær Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir, Kristín Helgadóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir og hafa þær allar stundað sjósund í nokkur ár, allan ársins hring. Þær lögðu af stað yfir til Frakklands frá Dover í Englandi að morgni 25. júní og komu að landi í smábænum Sangatte undir stjörnubjörtum  himni, á fimmtugsafmæli Kristínar um miðja nótt þann 26. júní.

 

 

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!