Glærur frá fræðslukvöldi

May 25, 2014 by
Filed under: Fréttir 

Héðinn Valdimarsson haffræðingur kom og hélt fræðslu fyrir okkur sjósundsfólk um sjávarstrauma og hættur í hafinu. Um 50 manns komu og hlýddu á Héðinn spjalla um sjávarstrauma bæði í stóru og litlu samhengi. Hann sagði okkur frá virkni strauma í fjörðum landsins, þar sem straumur fer inn fjörðinn hægra meginn en út úr honum vinstra meginn. Hann sagði okkur að það getur verið varasamt að synda hjá annesjum landsins eða þar sem ströndinn er klettótt og bratt fram í sjó, þar sem straumar geta verið sterkir og borið fólk snöggt frá landi. Rastir eru heldur ekki vænlegir staðir til sjósundsiðkunnar þar sem sterkur straumur liggur oft í gegnum þær og bera mann fljótt af leið. Mestur straumur er á nýju eða fullu tungli og gott er að notfæra sér flóðatöflur til að gæta að flóði og fjöru. Munur á sjávarstöðu á flóði og fjöru er mest um 4-5 metrar hér landi. Vindur getur líka haft áhrif á sjólag og eins sjá má á einni glærunni er meiri líkur á útsogi ef þú ert með vindinn í bakið og landið á vinstri hönd. Útsog er líka mikið þar sem brim gætir t.d á suðurströnd landsins eins og sjá má á einni glærunni. Vona að þið getið notað ykkur það efni sem finna má á glærunum og eins er tilvalið að leita ráða hjá heimafólki og staðkunnugum ef ætluninn er að synda á ókunnugum slóðum.

Hérna eru glærurnar af fundinum
Glærur

Hér er linkur á forrit fyrir sjávarföll
http://www.wtides.com/

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!