Skötubót – synt á nýjum stað 31.maí

May 27, 2014 by
Filed under: Fréttir 

skötubót

Næsta laugardag ætlum við að skunda í skötubótina og leika okkur í öldunum. Mæli með þægilegum fötum, jafnvel að vera í sundfötunum innanundir og hafa góða tösku til að geyma fötin í á meðan við syndum. Sundlaugin verður opin og ég er búin að vara þá við komu okkur – fáum jafnvel að fara beint í útiklefa eða skola sandinn af okkur :-)

sjáumst hress

Share

Comments

One Comment on Skötubót – synt á nýjum stað 31.maí

  1. Magnús Halldórsson on Sun, 1st Jun 2014 20:34
  2. Synt í Skötubótinni við Þorlákshöfn.

    Bestu þakkir til Raggý og þeirra sem ákváðu þessa ferð. Hef ekki áður synt í svo mikilli öldu. Giska á að ölduhæðin hafi verið milli tveir og þrír metrar þær hæstu.
    Það var ótrúleg upplifun að stökkva upp í ölduna og láta hana skola sér til og frá.
    Frásog og straumar eru ekki sterkir á þessum stað miðað við marga staði í Breiðafirði og t.d. Vík í Mýrdal svo einhverjir séu nefndir, þó vissulega findum við fyrir því að skolast til og frá.

    Niðurstaðan: Topp ferð í góðum hóp á stað sem hentar mjög vel til sjósunds í öldugangi. Aðgrunt og ströndin flöt með einhverjum fínasta og mýksta sandi sem er við ströndina.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!