Bessastaðasundinu frestað til miðvikudagsins 9.júlí

July 4, 2014 by
Filed under: Fréttir 

Vegna slæmrar veðurspár á morgun höfum við ákveðið að fresta Bessastaðasundinu til miðvikudagsins 9.júlí kl 17. Tvær vegalengdir eru í boði 4,5 km og 2,4 km. Þeir sem synda lengri leiðina byrja sundið við Lambhúsatjörn, sunnan við Bessastaði, en þeir sem synda styttri vegalengdina hefja sundið við Ranann á Bessastaðanesinu og synda síðan inn í Nauthólsvík. Á þessari leið geta sundmenn lent í straumum bæði við Bessastaðalónið og eins við Kársnesið. Bátar og kajakar munu fylgja sundmönnum eftir í sundinu og áskilur SJÓR sér rétt til að stöðva sund þeirra sem þeir treysta ekki til að synda eða ná ekki að synda gegnum straumana. Sundmönnum verður skutlað á upphafstað sundsins frá Nauthólsvík og eru þeir því beðnir að vera mættir tímanlega. Þeir sem ætla lengri vegalengdina leggja af stað kl 17:00 og þeir sem ætla styttri vegalengdina leggja af stað kl 17:30. Gott að hafa meðferðis teppi eða hlýja yfirhöfn til að vera í á leiðinni. Mikilvægt er að sundmenn séu vel nærðir og hvíldir fyrir sundið. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum. Skylda er að synda með skærlita sundhettu. Veittir verða viðurkenningapeningar fyrir sundið. Þátttaka kostar 2000 krónur fyrir þá sem ekki eru í Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Skráning í sundið verður í Nauthólsvík áður en sundið hefst.

bessastadasund

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!