Yfirliðið kláraði ermarsundið.

July 21, 2014 by
Filed under: Fréttir 

Stelpurnar í Yfirliðinu lögðu af stað frá Dover kl 18 í gærkvöldi, 20. júlí, í 17 gráða heitum sjó og góðu veðri. Sundið gekk vel hjá þeim og komu þær að landi í Wissant í Frakklandi 13 tímum og 31 mínútu síðar. Stelpurnar og liðstjórar eru nú að hvíla sig í Dover en í kvöld ætlar hópurinn að fara á The White Horse, ermarsundspubinn, og fagna.
Stjórn Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur óskar Yfirliðinu innilega til hamingju með sundið. Þetta var vel gert :-)

yfir

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!