Hausastaðavarir – Draugasker fimmtudaginn 11.september kl 18

September 6, 2014 by
Filed under: Fréttir 

Fjaran við Hausastaði er æðisleg og útsýnið út Reykjanesið ægifagurt þarna. Við ætlum að njóta þessa og synda saman frá Hausastöðum í átt að Draugaskerjum. Eftir sjósund verður skundað í sundlaug Álftnesinga, legið í pottum, rennibrautin prófuð og þeir sem hafa ekki fengið nóg af öldum geta skellt sér í öldulaugina. Beygt til vinstri af veginum út á Álftanes rétt áður en farið er að hringtorginu og síðan fyrsta beygja til hægri út að Hliðsnesveg. Þetta er fyrsta draugaferðin okkar og ef vel tekst til þá er kannski tilvalið að fara í fleiri í vetur :-)

hausastadir

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!