Sundskálavík 20.maí kl 18

May 18, 2015 by
Filed under: Fréttir 

Hvernig væri að prófa að synda í Sundskálavík? Það ætlum við að gera nk miðvikudag 20.maí kl 18.
Árið 1909 var Sundskáli reistur af Ungmennafélagi Reykjavíkur við Sundskálavík. Held að það sé nokkuð rétt að Reykvíkingar hafi lært að synda þarna í víkinni. Konur sáust þarna í fyrsta skiptið á sundfötum opinberlega og þótti það tíðindum sæta. Hittumst á bílaplaninu við leikskólann Sæborg kl 18 (við enda Ægisíðu) svo röltum við niður að víkinni og tökum smá sundstrett. Eftir sundið er stefnan tekin á Vesturbæjarlaugina og jafnvel á kaffihús í framhaldinu.

sundskáli

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!