Skötubót við Þorlákshöfn sunnudaginn 7.júní kl 12

June 4, 2015 by
Filed under: Fréttir 

skötubót

Þá er að komið að Skötubót. Hittumst kl 12 við Olísstöðina Norðlingaholti og förum í halarófu þrengslin til Þorlákshafnar. Við ætlum að leggja bílunum við golfvöllinn sem er rétt áður en komið er inn í bæinn. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar, þarna er mikil sandfjara og hægt að leika sér í öldum ef sá gállinn er á sjónum. Eftir sjósundið verður auðvitað farið í sundlaug Þorlákshafnar og lagst í alla potta og rennibrautir. Við höfum farið árlega í Skötubótina og alltaf hefur verið alveg ógurlega gaman. Við erum ekkert að synda neitt langt út enda getur staðurinn verið varasamur. Hér erum við meira að leika okkur, hlaupa um fjöruna og kafa í öldunum. Gott er að vita af þeim sem ætla að koma með, svo við förum ekki á undan neinum austur. Hægt er að setja athugasemd hér eða senda skilaboð á Raggý 849-0092.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!