Fossvogssund hið fyrra 2.júlí 2015

June 25, 2015 by
Filed under: Fréttir 

Mæting kl 17 sundið hefst kl 17:30
Fossvogssundið er tilvalið fyrir þá sem hafa prófað að synda í sjónum og langar að synda yfir til Kópavogs og jafnvel til baka. Bátafylgd verður og eins munu vanir sjósundsmenn synda með hópnum, leiðbeina og aðstoða sundmenn. Leiðin yfir er um 550 metrar og má reikna með að sjórinn verði um 12-13 gráður. Þeir sem synda aðra leiðina verða teknir upp í bát Kópavogsmegin og þeim skutlað til baka. Ef sundmenn treysta sér ekki til að synda lengra er alltaf hægt að rétta upp hendina og þá verður þeim skutlað í land. Sundið er öllum opið og fer skráning fram í Nauthólsvík frá kl 17 og kostar ekkert að taka þátt. Skylda er að synda með skærlitaða sundhettu. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.

Við viljum benda á að við gerum þær kröfur að sjósyndarar hafi synt a.m.k Fossvogsundið til að fá að synda út í Viðey í ágúst. Þeir sem synda Fossvoginn fá afhenta sjósundsbók þar sem þeir fá sundið skráð.
Bókin fylgir þeim svo í önnur sund hjá okkur og það er því hægt að safna sér sundum í bókina.

fossvogur
Myndin er frá Fossvogssundi 2014

Share

Comments

2 Comments on Fossvogssund hið fyrra 2.júlí 2015

  1. Eygló on Thu, 25th Jun 2015 19:05
  2. Rosasniðugt að láta koma fram dagsetningu, væntanlega fimmtud. 2. júlí !

  3. raggy on Tue, 30th Jun 2015 09:01
  4. Vel athugað Eygló. Stundum er maður agalega blindur þegar maður skrifar texta. :-)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!