Sjósundsdagskráin á Akranesi 2015

July 1, 2015 by
Filed under: Fréttir 

Sjóbaðsfélag Akraness býður að venju upp á mörg skemmtileg sjósund í sumar. Bendum á að það tekur tíma að keyra upp á Akranes og inn í Hvalfjörð til að taka þátt í sundunum.

Helgasund til minninar um Helga Hannesson (Bryggjusund) laugardaginn 4.júlí kl 10:00. Synt frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi, 950 metrar. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum.
Skarfavör laugardaginn 11.júlí kl 12:30. Synt frá Skarfavör að Merkjaklöpp á Langasandi, 1690 metrar. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum.
Álmaðurinn -Þríþraut laugardaginn 25.júlí kl 14:00. Hjólað frá Langasandi að Akrafjalli ca 5.5 km (1,3 á malbiki og 4,2 á möl). Hlaupið/gengið upp á Háahnjúk á Akrafjalli og skrifað í gestabók, 550 metrar. Hjólað aftur til baka að Langasandi 5.5 km. Synt 440 metrar meðfram ströndinni. Stutt í heitan pott eftir sundið. Mæting í sundlauginni á Jaðarsbökkum. Nánari upplýsingar á www.hlaup.is
Helgusund laugardaginn 29.ágúst kl 11:00. Synt frá Geirshólma í Hvalfirði og í land, 1600 metrar. Mjög skemmtilegt sund sem kemur við sögu í Harðar sögu Hólmverja. Mæting í fjörunni fyrir neðan Þyril í Hvalfirði, rétt við Hvalstöðina.

Biðjum ykkur að fylgjast með ef breytingar verða á dagskránni til dæmis vegna veðurs.
Hér í viðhengi er nánari upplýsingar um sundin og myndir af sundleiðum

Dagskrá SBFA 2015

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!