Sigrún kláraði Ermarsundið

August 9, 2015 by
Filed under: Fréttir 

sigrun
í kvöld gerðist sá einstaki viðburður í íslenskri íþróttasögu að Sigrún Þuríður Gerisdóttir synti ein yfir Ermarsundið, fyrst íslenskra kvenna.
Hér er á ferðinni eistök afrekskona. Árið 2012 synti hún í boðsundi frá Reykjavík til Akraness. Árið 2013 synti hún með Sækúnum í boðsundi yfir Ermarsundið. Árið 2014 endurtók hún leikinn og synti aftur yfir Ermarsundið í boðsundi og þá með Yfirliðinu. Allar þessar boðsundssveitir voru eingöngu skipaðar konum. Við erum ótrúlega stolt af því að hafa hana í okkar röðum.
Hægt er að senda henni kveðju á fésbókasríðunni hennar: https://www.facebook.com/ErmarsundSigrunar?fref=ts

Share

Comments

2 Comments on Sigrún kláraði Ermarsundið

 1. Eygló on Sun, 9th Aug 2015 01:02
 2. Elsku Sigrún, innilega til hamingju með þessa hetjudáð.
  Það var óbærilega spennandi að fylgjast með þér.
  Njóttu vel afraksturs erfiðisins!
  Þú verður knúsuð í klessu í Nauthólsvíkinni;-)

 3. Eygló on Sun, 9th Aug 2015 01:22
 4. gleymdi að segja hvað mér fannst töff hjá þér Sigrún að teikna S með sundleiðinni………geri aðrir betur…þú flotta fyrirmynd allra íslenskra sjósundkvenna og -karla!

  https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10206422196887252&set=p.10206422196887252&type=1

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!