SYNT ÚT Í VIÐEY föstudagur 21.ágúst kl 17

August 14, 2015 by
Filed under: Fréttir 

 

videy

Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti en mæting kl 17. Það kostar ekkert fyrir félagsmenn SJÓR en 2000 kr fyrir aðra. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við verðum með nokkra báta og kayaka sem fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa.

sundleið

Ekki er verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem takaþátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

SJÓR áskilur sér rétt til að stöðva sund þeirra sem hann telur að séu hætt komnir. Þetta er erfitt sund og því gerum við þær kröfur á þá sem ætla að taka þátt að þeir hafi synt Fossvogssundið eða geti sýnt fram á að hafa reynslu af sjósundum.

Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum.r verra að hafa einhvern sem tekur á móti manni þegar sundið er búið. Allir sem taka þátt fá frítt í Laugardalslaugina eftir sundið og hvetjum við ykkur til að notfæra ykkur það og ylja ykkur í heitu pottunum þar.

Önnur leiðinn er 900 m og fram og til baka 1800m.

Share

Comments

3 Comments on SYNT ÚT Í VIÐEY föstudagur 21.ágúst kl 17

  1. Sigursteinn on Mon, 17th Aug 2015 13:26
  2. Þarf að skrá sig fyrirfram og ef svo er hvar??

  3. Raggý on Tue, 18th Aug 2015 10:32
  4. Nei það þarf ekki að skrá sig fyrirfram. Nóg að mæta kl 17 og skrá sig.

  5. Þorbergur on Sat, 22nd Aug 2015 10:44
  6. Hér er linkur af myndum sem ég tók sitjandi í kajaknum mínum!
    Kv Þorbergur

    https://picasaweb.google.com/110567789326343745301/ViEyjarsund

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!