Sonja Georgsdóttir látin

September 24, 2015 by
Filed under: Fréttir 

sonja

Góður vinur okkar og sjósundsfélagi Sonja Georgsdóttir lést á líknardeild Landspítalans 21.september eftir harða baráttu við krabbamein. Sonja setti skemmtilegan svip á sjósundsfélagið þau sex ár sem hún synti með okkur. Í gegnum veikindi hennar síðasta ár reyndi hún að komast sem oftast í sjóinn þegar þrek og heilsa leyfðu. Sonja naut þess að vera í sjónum, þar leið henni best og fannst hún vera heil. Við þökkum Sonju samfylgdina og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!