Ísmíla 2.apríl í Nauthólsvík- Ice mile in Iceland

January 29, 2016 by
Filed under: Fréttir 

“English below”
Ísmíla á vegum Sjór 2. apríl 2016 – Ice Mile, April 2nd 2016
Ísmíla er 1 míla eða 1.609m þar sem synt er í undir 5°C (ekki keppni)
Að synda í sjó eða vatni sem er undir 5°C er mikil áskorun og átök fyrir líkamann og því er mikilvægt að fylgja eftirfarandi reglum og viðmiðum.
Sjór mun starfa eftir alþjóðlegum reglum IISA við undirbúning og framkvæmd sundsins, sjá hér: http://www.internationaliceswimming.com/
Til að mega taka þátt í ísmílunni þann 2. apríl þarf sundmaður að hafa uppfyllt eftirfarandi:
1. Að framvísa læknisvottorði (sjá eyðublað)
2. Að sýna fram á að geta synt 250 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni á vegum Sjór (miðjan febrúar)
3. Að synda 450 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni á vegum Sjór
(byrjun mars)
4. Að synda 1000 metra í undir 5°C í skipulögðu sundi sem fram fer í Nauthólsvíkinni vegum sjór
(miðjan mars)
Reglur um sundfatnað í ísmílu:
Aðeins má synda í einni óhitaeinangrandi flík(sundskýlu/sundbol) með eina óhitaeinangrandi sundhettu (neoprene sundhettur eru ekki leyfðar) og sundgleraugu. Hanskar eða sokkar eru ekki leyfðir í sundinu.
Kostnaður:
Þátttaka í ísmílunni er 5000 kr. fyrir félagsmenn SJÓR en 7500 kr. fyrir aðra. Öllum er velkomið að taka þátt í æfingum, 250m og 450m án skuldbindingar og að kostnaðarlausu en greiða þarf þátttökugjaldið fyrir 1000m sundið.
Skráning fer fram á netfanginu: bhs1512@gmail.com
Við munum setja inn frekari upplýsingar um skipulag æfinga og annað sem fer fram í kringum Ísmíluna eins fljótt og mögulegt er.
————————————————————————————————–
Ice Mile, April 2nd 2016, hosted by SJOR (Sea Swimming and Sea Bathing Association of Reykjavik)
Swimmers swim 1 mile (1.609 meters) in water below 5°C (not a competition, a challenge!)
This is not a competition, it’s a challenge. it’s very challenging for the body to swim in such cold waters and therefore its vital to obey the following rules and guidelines. SJOR will be abiding by the international rules of IISA in the preparation and execution of the swim, seen here: http://www.internationaliceswimming.com/
To participate in the Ice Mile on April 2nd swimmers must do the following:
1. hand in a doctor’s certificate (see form)
2. prove they can swim 1000m below 5°C
Clothing and Apparel Rules:
Swimmers can only swim in a single uninsulated piece of swimwear (swimming trunks/swimsuit) with one uninsulated swimcap (neoprene swimcaps are not allowed) and with swimming goggles. Gloves and socks are not allowed in the swim.
For more information contact Birna in email bhs1512@gmail.com and you can follow us here on this facebook page where we will be posting updates.ebooksíðuna https://www.facebook.com/groups/199295083750605/

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!