Sumardagskrá SJÓR 2016

May 31, 2016 by
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru félagar

Eins og undanfarin ár verður nóg um að vera í sjónum í sumar. Við ætlum að skella okkur upp á Skaga nk laugardag 4.júní og fara í sjóinn við Langasand. Hittumst við Jaðarsbakkalaug kl 11. Síðar í sumar ætlum við að synda í Brimkötlunum út á Reykjanesi, fara í dagsferð út í Garð og leika okkur í Skötubótinni við Þorlákshöfn.

Hópsundin verða með hefbundnu sniði. Fossvogssundin verða 7.júlí og 4.ágúst. Nýr forseti á Bessastöðum kallar í Bessastaðasund. Þar verður boðið upp á sund fyrir þá sem vilja reyna við lengri vegalengdir, 2,5 km og 4,5 km. Bessastaðasundið verður 23.júlí og kemur í staðinn fyrir Skerjafjarðarsundið. En við höfum skipst á að hafa þessi sund síðustu ár. Að lokum syndum við út í Viðey föstudaginn fyrir menninganótt eða 19.ágúst.

Allar dagssetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar af óviðráðanlegum orsökum t.d. vegna veðurs.

Vona að þið njótið sumarsins í sjónum og farið varlega.

 

Share

Comments

One Comment on Sumardagskrá SJÓR 2016

  1. Sigríður E. Ragnarsdóttir on Wed, 20th Jul 2016 20:43
  2. Klukkan hvað er Fossvogssundið 4.ágúst og þarf maður að skrá sig?

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!