(Ath. breyttur tími) Hvammsvík, here we come!

April 7, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Sælir kæru sjósundfélagar, laugardaginn 24. apríl kl. 11 ætlum við að hittast og synda saman í öðrum sjó en Nauthólsvíkinni.  Stefnan er tekinn á Hvammsvík í Hvalfirði þetta skiptið. Ætlunin er að hittast við OLIS í Mosfellsbæ og troða í bíla.  Í Hvammsvík er heitur pottur í fjöruborðinu sem búið er að fá leyfi til að nota eftir sundið. Það fer algjörlega eftir veðri og sjólagi hversu langt við syndum en aðalatriði er að prófa nýja staði saman.  Fyrir utan sundfatnað væri örugglega gott að taka með sér þægileg föt til að bregða sér í eftir sundið, bala/poka til að geyma fötin í og eitthvað heitt að drekka.  Allir velkomnir að koma með okkur.

Ef þig vantar fleiri upplýsingar þá bara að spyrja í pottinum .)

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!