Húllumhæ á síðasta vetrardag

April 20, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Á síðasta vetrardag (á morgun), milli klukkan 17 og 19 ætlum við að vera með “sjálfskapað” hlaðborð í Nauthólsvík.
Allir sem vilja vera með, koma með einhvers konar hressingu, hvort sem það er kaka, brauð, snakk, drykkir, ávextir eða hvaðeina sem hverjum og einum dettur í hug. Kaffi, kakó og te er hægt að kaupa sér á staðnum hjá starfsfólkinu.
Svo gæti verið að við skelltum okkur í einhverja leiki eða annað sprell eftir aðstæðum. Mikilvægast er að eiga huggulega stund í heita pottinum :)
Allir að sjálfsögðu velkomnir að vera með.

Bestu kveðjur frá Skemmtilegu nefndinni :)

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!