Veturinn kvaddur

April 21, 2010 by
Filed under: Fréttir 

img_0921

Í dag kvöddu félagar SJÓR veturinn með því að skella sér í sjóinn og halda átveislu í pottinum góða. Góð mæting var að venju enda veðrið yndislegt á eldgosalandinu okkar. Teknar voru myndir af herlegheitunum og eru þær komnar í myndagalleríið  og hægt að smella hér til að skoða afraksturinn af því.

Í vikunni var stofnuð nefnd í SJÓR sem ber hið skemmtilega nafn “Skemmtilega nefndin” og Þessi atburður var sá fyrsti sem sú nefnd tekur sér fyrir hendur og tókst auðvitað afar vel, enda einungis skemmtilegt fólk í nefndinni!

Ef meðlimir hafa uppástungur eða athugasemdir til nefndarinnar góðu um skemmtilega atburði þá þarf bara að fara í flipan “um félagið” og smella á hnapp nefndarinnar og skrifa athugasemdir.

Að lokum viljum við minna á Hvammsvíkur sundið næsta laugardag (24.apríl, sjá frétt að neðan) þar sem við munum hittast, synda saman, fara í heita pottinn og svo mun stjórn SJÓR grilla hamborgara og pylsur ofan í alla sem mæta.  Þetta kostar ekkert, enda er ætlunin að það sé  hagkvæmt að vera skráður félagi í SJÓR.

p.s. Myndin hér að ofan er af nýjum starfsmanni ylstrandarinnar og eru ALLIR kvattir til að vinda sér upp að honum og spyrja hvað hann heiti, og til fróðleiks veit hann bókstaflega allt um stríðsminjarnar á svæðinu og vill ólmur segja öllum frá sögu staðarins (Bara spyrja).

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!