Sundferð í Hvammsvík og grillll.

April 25, 2010 by
Filed under: Fréttir 

img_0945

Síðasta laugardag mættu félagar SJÓR í Hvammsvíkina í Hvalfirði og skelltu sér í sjóinn.  Veðrið var fínt, smá gjóla að austan, en góður félagsskapur gerði það að smámunum.  Taldir voru 28 hausar á svæðinu og af þeim syntu flestir, en nokkuð af ungu fólki mætti og skemmti sér á svæðinu á meðan.  Heitur pottur er á svæðinu og er hann alger snilld.

img_0964

Þegar búið var að klæða sig þá gerðum við okkur heimakær í hlöðunni og stjórn SJÓR tók sig til og grillaði hamborgara og py(u)lsur ofan í þá sem mættir voru.  Var umtalað í hópnum hversu grillararnir tóku sig vel út við grillið og litu út eins og atvinnumenn.  Spurning um að opna hamborgarabúllu!!

Allt þetta tók einhverja þrjá og hálfan tíma og svo fóru allir saddir og sælir af svæðinu.  Viljum við þakka staðarhöldurum Hvammsvíkur fyrir frábæra aðstöðu, grill og gas.

Myndirnar eru komnar í albúmið góða og einnig hægt að nálgast þær hér

Eftir helgi koma miklu fleiri myndir frá Jakobi Viðari.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!