Óvissuferðin ógurlega!

May 13, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Í morgun mætti stór og mikill hópur af sundgörpum hjá OLÍS í Garðabæ og gerði sig kláran í óvissuferð.  Forseti skemmtilegu nefndarinnar dró þá upp kort og rétti öllum bílstjórum fyrirmæli og skýringar sem átti að koma fólki á réttan stað í óvissunni.  Haldið var á leið suður á Reykjanes að virkjun einni. Þegar þangað var komið var ákveðið snarlega að ekki væri hægt að synda vegna sjólags.  Nokkrir meðlimir nýttu sér heitu pollana og lögðust til hvílu í stutta stund.

picture-035

Þá var ákveðið að keyra til baka og synda á Álftarnesi, í víkina sem við fórum í síðast.  Veðrið var fínt þar, engar öldur þó sjórinn hafði ekki verið þveginn nýlega (svolítið drullugur)

Þar skelltu allir sér í sjóinn og dóluðu í dágóða stund, og til að ná af sér salti og þara var ákveðið að skella sér í Álftanessundlaugina góðu, sem er ekki með minni öldugang en margar strandir landsins.  Eftir nokkrar salibunur í rennibrautinni og björgunartilraunir í öldulauginni var herlegheitunum slitið og allir voru ánægðir með þessa “Óvissuferð” sem stóð svo sannarlega undir nafni, þar sem mestan tíman vissum við ekki hvert ætti að fara né hvað ætti að gera.

Myndir komnar í myndaalbúmið góða.    Skemmtilega nefndin stendur undir nafni, það er víst.

Share

Comments

3 Comments on Óvissuferðin ógurlega!

 1. Raggý on Fri, 14th May 2010 11:13
 2. Þakka kærlega fyrir skemmtilega ferð. Smá mótlæti hristir bara hópinn betur saman og við gefumst ekki baun upp. Þetta er frábær staður og manni langar heilmikið að fara aftur í góðu veðri og sjólagi, jafnvel fallegu sumarkvöldi. Þyrftum við ekki bara að vera með útkallslista sem við getum notað þegar að sjólag og veður passar saman?

 3. Guðrún Hlín on Fri, 14th May 2010 18:05
 4. Takk sömuleiðis skemmtilegur ananas :-)
  Líst vel á útkallslista og þeir sem vilja geta skráð sig á hann
  Er ekki hægt að setja upp e-ð hólf hér á síðunni ?

 5. benni on Mon, 17th May 2010 21:03
 6. Kæru vinir
  Því miður fór ekki eins og ætlað var í þetta sinni. Er samt sannfærður um að allir hafi séð hvað ég var að tala um í sambandi við stórfengleika staðarins. Þetta var frábær félagsskapur. Takk fyrir mig.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!