Jónsmessusund

June 4, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Að kvöldi 23. júní ætla sjósundfélagar að skella sér í miðnætursjósund upp í Hvammsvík.
Þetta verður sannkölluð fjölskylduskemmtun og verður margt í boði t.d. fjörubál, nornadrykkur, grillað brauð á greinum, reist verður frjósemissúla
og boðið upp á kaffibrúsasmökkun,
söngur, fjör, fróðleikur og annað tengt þessu magnaða kvöldi. Hittumst upp í Hvammsvík kl. 22 og þegar nær dregur miðnætti skellum við okkur auðvitað í sjóinn og pottinn og veltum okkur upp úr dögginni.

Sjáumst,
skemmtilega nefndin

Share

Comments

6 Comments on Jónsmessusund

 1. Guðrún Hlín on Fri, 4th Jun 2010 11:29
 2. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er ein af fjórum mögnuðustu nóttum
  ársins, og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr
  hömum sínum.

 3. Guðrún Atladóttir on Thu, 10th Jun 2010 13:30
 4. Þetta er skemmtileg hugmynd hjá ykkur og ég er viss um að það verður mjög gaman. flott að fara með krakkana. Algjör upplifun.

 5. Guðrún Hlín on Fri, 11th Jun 2010 17:03
 6. Alþekkt er trúin á að döggin sem fellur á Jónsmessunótt eigi að vera svo
  heilnæm að menn læknist af kláða og átján öðrum óhreinindum í holdi við að
  velta sér allsberir upp úr dögginni.

 7. Guðrún Hlín on Mon, 14th Jun 2010 15:37
 8. Á Jónsmessunótt á einna helst að vera unnt að finna svokallaða
  náttúrusteina, t.d. óskasteina, lífsteina og hulinhjálmsstein.

 9. Guðrún Hlín on Fri, 18th Jun 2010 10:20
 10. Sömu trú höfðu menn og í öðrum löndum, ef menn fóru og lauguðu sig í
  uppsprettum eða drukku úr þeim þessa nótt. Það var og trú manna erlendis,
  að illir andar gengu lausir þessa nótt, og gerðu allt það illt af sér, sem
  þeir gætu.

 11. Guðrún Hlín on Tue, 22nd Jun 2010 08:31
 12. Af því kom sá siður að kynda bál á hólum og hæðum svo sem vörn á móti
  þessum öndum, og hefur sá siður að nokkru leyti haldist við sumstaðar enn
  fram til vorra tíma.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!