Heimildamynd um sjósund á íslandi

June 20, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður er að framleiða og leikstýra heimildamynd um sögu sjó-sundssins frá upphafi Íslandsbyggðar.

Hann þarf bæði að sviðsetja fræg sjósund ásamt nokkrum atburðum sem höfðu þau áhrif að sundkunnátta okkar Íslendinga óx ásmegin.

Nokkur dæmi um sviðsettningar;

# Grettir syndir frá Drangey 1030
# Maður ber á sig grjót og skríður í botninum yfir ár, vötn og síki, “sem ekki voru um of breið.”
# Karlmenn læra að synda í hengigjörð og sundgjörð
# Lárus Rist syndir yfir Eyjafjörðinn
# Sundfólk í gömlu sundlaugunum – konur og karlar
# Sundkeppni í Skerjafirði 1909
# Drangeyjarsund Péturs Eiríkssonar 1936

Tökur eru áætlaðar frá 20.júlí nk.
Ef einhver hefur áhuga að taka þátt í þessu sjósundsverkefni Jóns Karls þá er hægt að hafa samband við Jón Karl:

 jonkalli@hotmail.com
og senda honum upplýsingar; (aldur, hæð og ljósmynd
helst í sundfötum)

Bestu kveðjur
Benedikt Hjartarson

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!