Jónsmessusund SJÓR var vel sótt.

June 25, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Mjög góð mæting var í Jónsmessusund SJÓR sem haldið var í Hvammsvík í Hvalfirði síðasta miðvikudag.

Skemmtinefndin var mætt á undan öllum og búin að leggja á borð, setja upp frjósemis-súlu og stafla í brennu.

Byrjað var á því að skála fyrir öllum, og síðan eytt smá tíma í hláturstengt efni.  Síðan var kveikt í brennunni og brauðdeig sett á teina og grillað við misgóða framkvæmd, auðsýnilegt að sumir pöntuðu pítsurnar sínar meðan aðrir höfðu komið við deig áður!

Jakob sveif síðan á svæðið með gítar og nokkur lög sungin við góðar undirtektir (Fyrir utan svartan afgan) meðlima. Þegar líða tók á miðnætti skellti fólk sér í sundfatnað og í sjóinn og voru mjög margir hausar í sjónum þetta kveldið.  Potturinn beið heitur og fínn og eldurinn ornaði þeim sem ekki komust í pottinn.  Nokkrar myndir eru komnar í myndagalleríið og er hægt að skoða þær hér. Þær eru reyndar í mjög góðri upplausn svo það tekur smá tíma fyrir þær að birtast.

Share

Comments

2 Comments on Jónsmessusund SJÓR var vel sótt.

  1. Eygló on Fri, 25th Jun 2010 10:46
  2. Þetta var frábær skemmtun í alla staði en sjórinn samt bestur eins og ævinlega.
    Skemmtilega nefndin skilaði sínu með sóma. Takk fyrir mig.

  3. Þóra Kristín on Fri, 25th Jun 2010 14:26
  4. Frábært í alla staði. Takk takk takk.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!