Steinn og Heimir synda Skerjafjarðarsund

July 8, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Á mánudaginn 5. júlí um kl 12:10 syntu sundkapparnir Steinn Jóhannsson og Heimir Örn Sveinsson Skerjafjarðarsund. Sundið var synt í tilefni nýrra reglna Sundsambands Íslands (SSÍ) um víðavatnssund og til heiðurs Eyjólfi Jónssyni heitins.

Steinn og Heimir spá í leiðinni

Reglurnar eru fyrir helstu víðavatnssund (sund í sjó og vötnum) á Íslandi.  Með tilkomu þeirra er stuðlað að öryggi sundmanna, skráning er í höndum opinbers sambands(SSÍ) og síðast ekki síst gefur þetta víðavatnssundi aukið vægi og löngu tímabæra viðurkenningu íþróttarhreyfingarnar.  Sundleiðirnar  má sjá á síðu Sundsambandsins en þær eiga sér ríka og mikla hefð í sjósundsögu Íslendinga.  Flest þessara sund hefur hann Eyjólfur Jónsson synt og segja má  sé hann aðalleikarinn í merkri sögu þessara sunda.

Eyjólfur Jónsson

Skerjafjarðarsund er eitt af þessum sundum og er sundleiðin frá Ægisíðu (Grímsstaðavör) yfir Skerjafjörðinn og yfir á Álftanes og öfugt. Áður fyrr var synt inn í Bessastaðatjörn og komið í land við Bessastaði en nú er sú sundleið lokuð. Nú er komið í land við Seilu. Leiðin frá Ægissíðu er nú um 2,4 km löng. Eyjólfur Jónsson sundkappi (f. 18. maí 1925, d. 29. nóv. 2007) hefur synt þessa leið oftast allra eða fimmtíu sinnum alls. Í fyrsta sinn sem hann synti þessa leið, þann 2. nóvember 1950, var hann illa syntur og tók sundið hann um eina og hálfa klukkustund. Hann notaði þessa leið til að æfa sig fyrir stærri sund eins og Drangeyjar-, Akranes- og Ermarsund.  Fjöldi fólks hefur synt þessa leið síðusti áratugi. Sjósundsfélag lögreglunnar hefur reynt að hafa þetta sund árlega.

Steinn og Heimir með Bessastaði að baki

Heimir og Steinn lögðu af stað frá Álftanesi við Seilu, syntu að landi við Ægisíðu, Grímastaðavör rétt hjá gömlu grásleppuskúrunum.  Þeir syntu 2650m (GPS) og var Heimir fyrr að landi á tímanum 0:39,14,33 en Steinn kom 4 mín seinna á tímanum 0:43,54,47.  Það var þungbúið og austan 3 m/s.  Sjávarhiti í Nauthólsvíkinni á sama tíma var 13,3° en sjórinn var talsvert kaldari þegar komið var í útfallið norðan meginn við Lönguskerin.

Sundleiðin

Fyrir þá sundkappa sem vilja spreyta sig á Víðavatnssundum er nú hægt að skrá sig á vef  SSÍ.  Á síðunni eru einnig ýtarlegar upplýsingar um sundleiðirnar og gagnagrunnur (sjósundskráning)  um þá sem hafa synt leiðirnar til þessa.  Sjá fleiri myndir á síðu Jóns Svavars

ATh. gagnagrunnur er ekki fullunnin og ábendingar um sund og heimildir eru vel þegnar.

Share

Comments

One Comment on Steinn og Heimir synda Skerjafjarðarsund

  1. birgir on Fri, 9th Jul 2010 08:58
  2. Til hamingju með þetta strákar, Ég hefði nú keyrt ykkur ef þið hefðuð hringt!

    kv. Birgir 80

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!