Fossvogssundið gekk eins og best verður kosið.

July 9, 2010 by
Filed under: Fréttir 

img_1739

Afstaðið er fyrsta Fossvogssundið í sumar, LYFJU Fossvogssundið. Veðurskilyrði voru ekki eins og best verður á kosið en samt vel viðunandi. Ótrúlegur fjöldi tók þátt í þessu sundi eða um 150 manns. Frábært að fá að vera með í því að gera drauma margra að veruleika. Markmiðið að komast yfir Fossvoginn náðist og ný viðmið voru sett. Þessi glöðu andlit sem maður mætti í sjónum og þegar á land kom, sumir þ.ó kaldir og með sjóriðu, verða okkur hvatning til áframhaldandi sundatburða. Viðeyjarsund, Skarfaklettssund, Hríseyjarsund, Grímseyjarsund, Skeljarfjarðarsund, Miklavatnssund og öll hin sem á eftir koma.

Fyrir sundið afhenti Þorgerður frá LYFJU okkur félagsfánann okkar sem LYFJA gefur okkur en hann var hannaður af Bigga 5tindi. Langar okkur í stjórn SJÓR til að þakka LYFJU fyrir fánann og fyrir samstarfið við að bæta heilsu landans með sjósundi og sjóböðum. Einnig ber okkur að þakka þessu frábæra starfsfólki og stjórnendum í Nauthólsvíkinni sem enn og aftur eru okkur innan handar með alla hluti. Ekki má geyma Vífilfelli fyrir POWER AID sem var í boði fyrir alla sundmenn.

Fegurð , Félagsskapur, Gætni

Bennih

Myndir komnar í galleríið

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!