Synchronized Sea Swimming – Samhæft sjósund

July 13, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 27. ágúst kl. 17 ætlar skemmtinefnd Sjósundfélags Reykjavíkur að standa fyrir keppni í Synchronized Sea Swimming. Keppninn verður haldinn í Nauthólsvík og er þetta liðakeppni. Öllum er heimil þátttaka og er um að gera að skella saman í lið og taka þátt. Dómarar keppninnar verða Árni og Hafdís vetrarstarfmenn ITR í Nauthólsvík en yfirdómari verður Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri Siglingamálastofnunar Íslands. Frábær verðlaun verða í boði fyrir t.d. mestu samhæfinguna, flottustu búningana, frumlegasta atriðið, óvæntustu uppákomuna og bestu viðleitnina. Kynnir keppninnar verður engir annar en hinn kunni íþróttafréttamaður Adolf Ingi Erlingsson :-) og tónlistarstjóri verður okkar ástsæli Jakob Viðar.
Skráning liða er í síma 849-0092 og þarf að koma fram heiti á hóp, fjöldi í liði, fyrirliði og við hvaða tónlist á að synda.
Nú er um að gera að vera með og hafa gaman saman því til þess er leikurinn gerður.
Hlökkum til að sjá þig,
Nefndin

Share

Comments

4 Comments on Synchronized Sea Swimming – Samhæft sjósund

  1. Birgir on Tue, 13th Jul 2010 21:52
  2. Má ég skrá alla persónuleikana sem lið? verð að redda mér Borat sundskýlu,, hehe

  3. Guðrún Hlín on Tue, 13th Jul 2010 22:36
  4. Biggi einn er ekki lið :-) Þurfum við nokkuð að banna þetta börnum :-)

  5. Kristính on Sat, 17th Jul 2010 12:42
  6. það er vitlaus teljari á þessum atburði. Teljarinn segir að þetta sé 13. júlí!!

  7. Raggý on Mon, 19th Jul 2010 22:06
  8. Biggi er bara svo spenntur að dansa í Borat-búningnum að hann getur ekki beðið fram í lok ágústs :-)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!