Íslandsmót í Sjósundi. 1 og 3 km

July 13, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 14. júlí heldur Sundsamband Íslands Íslandsmót í sjósundi í samvinnu við Securitas.
Keppnin fer fram í Fossvoginum við Nauthólsvík og hefst stundvíslega kl. 17:00.
Í boði verða tvær keppnisvegalengdir: 1km og 3km. Athugið að 5 km vegalengdin sem áður var auglýst hefur verið stytt í 3 km, vegna fjölda áskorana.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: karlar og konur, karlar og konur í Neoprene-sundfatnaði.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hvorum flokk og sá sem sigrar hlýtur nafnbótina Íslandsmeistari í Sjósundi 2010.
Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir 1km og kr. 1500 fyrir 3km. Þátttökugjald þarf að greiða á mótsstað að minnsta kosti einum klukkutíma fyrir keppni.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sundsamband@sundsamband.is eða skrá sig á skráningarblað í afgreiðslu Nauthólsvíkar. Þeir sem taka þátt þurfa í skráningarpósti að tilgreina nafn, kennitölu og keppnisvegalengd sem er keppt í. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega á mótsstað til að ganga frá keppnisgjaldi og fá skráningargögn.
Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku. Á staðnum verður öryggisbátur og brautargæsla.
Allir iðkendur víðavatnssunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Ýtið á mynd af braut til að stækka

Share

Comments

2 Comments on Íslandsmót í Sjósundi. 1 og 3 km

  1. Eva Ósk on Wed, 14th Jul 2010 20:06
  2. Vera tímar og sætaröð ekki sett inn…?

  3. birgir on Thu, 15th Jul 2010 10:11
  4. Það verður sett inn á síðu SSÍ, og það verður settur inn linkur á það hér.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!