Minningarsund um Eyjólf Jónsson sundkappa.

July 15, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Minningarsund um Eyjólf Jónsson sundkappa. 1925-2007.

Fimmtán manns hófu og luku Bessastaðasundinu mánudaginn 12. júlí 2010 og þar af voru fimm Lögreglumenn. Sundið tók um 80 mínútur. Sjósundfélag Lögreglunar hefur staðið að því að halda þetta sund, til minningar um Eyjólf Jónsson sundkappa og Lögreluvarðstjóra, sem ólst upp á Grímstaðarholtinu og var jafnfram annar stofnenda Knattspyrnufélagsins Þróttar, ásamt Halldóri Sigurðssyni fisksala.

Eyjólfur hóf að stunda sjósund frá Grímstaðavörinni, sér til heilsubótar, en hann barðist við berkla á barnsaldri og var vart hugað að ganga aftur, lifði hann af veikindin. En svo fór að hann braggaðist og hét því að leggja fyrir sig íþróttir og var sjósund ein aðal íþróttagrein hans. Þess þarf vart að geta að Eyjólfur er einn af fremstu hvata mönnum um sjósund á Íslandi og var lengi vel eini Íslendingurinn sem lagt hefur í að synda yfir Ermasundið, en því miður vegna erfiðra aðstæðna og skorts á fjármagni og tíma þá náði hann ekki að klára það sund eins og reglur segja til um, en líkt og um sporgöngumenn hans, þá Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson, sem gerðu tilraun til að ljúka Ermasundinu árið 2007, þá náðu þeir aðeins uppundir Frakklandsstrendur en tóku ekki land. Benedikt Hjartarson lauk fyrstur Íslendinga Ermasundinu sumarið  2008.

Eyjólfur Jónsson (f. 18. maí 1925, d. 29. nóv. 2007) hefur synt þessa leið oftast allra eða fimmtíu sinnum alls. Í fyrsta sinn sem hann synti þessa leið, þann 2. nóvember 1950, var hann illa syntur og tók sundið hann um eina og hálfa klukkustund. Fjöldi fólks hefur synt þessa leið síðusti áratugi. Sjósundsfélag lögreglunnar hefur reynt að hafa þetta sund árlega.

Með sundleiðinni Bessastaðasund er átt við sundið frá Ægissíðu (Grímsstaðavör) yfir Skerjafjörðinn og yfir á Álftanes og öfugt. Áður fyrr var synt inn í Bessastaðatjörn og komið í land við Bessastaði en nú er sú sundleið lokuð. Nú er komið í land við Seilu. Leiðin frá Ægissíðu er nú um 2,4 km löng. Gæta þarf varúðar á þessari leið, sérstaklega þegar lágsjávað er, vegna margra skerja sem synt er yfir eða sneiða þarf hjá. Straumar eru ekki til mikilla vandræða og er þessi sundleið flestum sundmönnum fær.

(Heimildir Leiðalýsing SSÍ fyrir Víðavatnssund)

Hér er  bein slóð á allar 382 myndirnar sem Jón Svavarsson aðalljósmyndari SJÓR tók

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!