Hríseyjarsund 2010

July 20, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Hríseyjarsundið gekk þokkalega miðað við aðstæður.   Veður var nokkuð þungbúið, skýjað og búið að vera mjög kallt um nóttina eða niður í 4 gráður.  Ölduhæð hálfur metri og norð-austan átt, sem þýddi að við fengum ölduna beint í fangið á sundinu yfir til Hríseyjar.  Hitastig sjávar mældist um 8 gráður, en sá sem fylgdi mér sagði að hann hefði mælt sjávarhita frá 8 gráðum og niður í 4 gráður, en hann taldi að á 700 m kafla hefði sjórinn verið niður í 4 gráður, eða kuldastrengur eins og hann sagði það vera.


Þau sem byrjuðu að synda voru Árni, Ragga, Kiddí og Birna. Forsvarsmönnum keppninnar varð á orði að þau hefðu ekki átt að láta þetta fara fram í þessu veðri og þetta yrði endurskoðað með það í huga, eins voru straumar of þungir, enda 2 tímum frá liggjanda, það yrði að skoðast ennfremur.

Af fjórum sem lögðu af stað kláruðu þrír og sá síðasti af þeim kom í Hrísey á tæpum tveim tímum

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!