Dáni syndir Viðeyjarsund

July 21, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Á mánudaginn synti hin margreyndi sjósundkappi Hálfdán Freyr (ekki hálf dán) Örnólfsson, kallaður Dáni, formlegt Viðeyjarsund.  Hann synti þetta sögufræga sund samkvæmt reglum SSÍ og fær hann því sundið skráð og viðurkennt hjá opinberum aðila.  Fyrsta Viðeyjarsundið var synt af sundkappanum Benedikt G. Waage þann 6. september 1914. Síðan þá hafa 31 manns synnt og Dáni telst því vera nr 32.  Hann var 88 mín á leiðinni í sól og sumaryl,sjóhiti 13° , 2-3 m/s.  Benedikt Hjartarson og Þórdís tóku á móti kappanum með því að synda á móts við hann í Rvk höfn.

Dáni var sprækur eftir sundið og fann ekki fyrir kulda.  Það má geta þess að Dáni stefnir á Ironman í ágúst.

Sjá myndir á vef Jón Svavars

Share

Comments

One Comment on Dáni syndir Viðeyjarsund

  1. birgir on Wed, 21st Jul 2010 16:27
  2. Til hamingju með þetta sund, stóðst þig vel gamli…

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!