Bessastaðarsundið í máli og myndum.

July 22, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Bessastaðarsundið var þreytt í kveld.  Sjö garpar tóku þátt í 4,5 km leiðinni og 22 syntu 2,4 kílómetrana.

IMG_1909

Mótstraumur var mestalla leið en vindurinn í bakið svo aðstæður voru fínar. Sjórinn var misheitur, heitur á grinningunum og kólnaði í miðjum vogunum. Flestir syntu sínar vegalengdir. SJÓR sæmdi alla þátttakendur verðlaunapening með vegalengdunum árituðum. Strákarnir af Ylströndinni sáu um að fylgjast með sundinu og ferja sundfólk á byrjunarstaði.  Þeir stóðu sig með miklum ágætum eins og alltaf og eiga þeir mikið hrós fyrir alla hjálpina og öryggið sem þeir sveipa þessi sund okkar, án þeirra væri þetta ekki hægt.

Stjórn SJÓR vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábært sund og æðislegan liðsanda sem einkennir félagsmenn og alla aðra sem hjálpuðu til við framkvæmd sundsins.

Eins og alltaf eru myndirnar komnar inn í myndaalbúmið okkar góða

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!