Fyrst kvenna til að synda Viðeyjarsund í rúm 50 ár

July 28, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Í morgun kl 12:30 var Þórdís Hrönn Pálsdóttir fyrst kvenna síðan 1959 til að synda formlegt Viðeyjarsund.   Þórdís synti þetta sögufræga sund samkvæmt nýrri reglugerð SSÍ  um Víðavatnssund og fær hún því sundið skráð og viðurkennt hjá opinberum aðila.

Þórdís og félagar leggja á stað úr fjörunni fyrir neðan Viðeyjarstofu

Fyrir Þórdísi höfðu tvær konur synt Viðeyjarsund.  Helga Haraldsdóttir 1959 og Ásta Jóhannesdóttir 1928 en hún var fyrsta konan til að synda sundið. Viðeyjarsundið sem er frá Viðey, fjöru fyrir neðan Viðeyjarbryggju og inn í Rvk höfn , að gamla slippnum, á sér mikla hefð og langa sögu.  Fyrsta Viðeyjarsundið var synt af Benedikt G. Waage árið 1914.  Síðan þá hafa 35 manns synt sundið.

Þórdís á sundi í spegilsléttum sjónum

Aðstæður voru eins og best verður á kosið,  blankalogn, 2 m/s, hálfskýjað, Sjávarhiti 13,1°, lofthiti 16° og spegilsléttur sjór.

Þórdís kemur mark

Þórdís synti á nýju kvennameti, 1 klst 22 mín 11 sek, en tveir aðrir garpar syntu með Þórdísi, hin efnilegi sjósundmaður Árni Þór Árnason og Ermarsundkappinn Benedikt Hjartarsson.  Árni synti á 1 klst 26 mín og 58 sek og Benedikt á 1 klst 30 mín og 23 sek.

Fjöldi blaðamanna og vina tók á móti Þórdísi og félögum hennar.

Þórdís fékk höfðinglegar móttökur á vinkonum sínum á Grand Hótel.

Anna Sigurðardóttir, Þórdís og Allsmund

Sundgarparnir voru öll hress eftir sundið enda aðstæður góðar og garparnir með mikla reynslu af sjósundum sem þessum.

Benni, Þórdís og Árni

Sundið fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun, bæði í sjónvarpsfréttum RÚV og Stöð 2 og í vefmiðlum, mbl.is

Share

Comments

One Comment on Fyrst kvenna til að synda Viðeyjarsund í rúm 50 ár

  1. Kristín Helgadóttir on Thu, 29th Jul 2010 08:13
  2. þið eruð frábær, til hamingju!

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!