Syndir um heimsinshöf!

August 12, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Bhakti Sharam frá Udaipur á Indlandi, hefur nú synt um flest heimsins höf en hún á aðeins eftir að synda í suður Íshafinu en líklega eru ekki margir á enn á lífi sem reynt hafa það. Bhakti fór ásamt fylgdarliði til Grímseyjar í gær og synti yfir norður heimsskautsbaugin í Norður-Íshafinu. Hún hóf sundið frá 66 gráðum 32 mínútum, 58 og lauk því á 66 gráðum 33 mínútum, 58 norðlægrar breiddar og synti því sem nam eina sjómílu. Sundið tók um 33 mínútur var hún orðin svolítið köld er hún kom upp úr sjónum, en sjávarhiti var mældur 9,2° C við yfirborð. Bhakti heldur úti vefsíðu þar sem hægt er að lesa um hana og afrek hennar; http://bhaktisharma.com/site/index.html

Ermasund þreytti hún hin 5. júlí árið 2006, aðeins 16 ára gömul og lauk því á 13 tímum og 55 mínútum, en það er um 36 Km í beinni línu en vegna sjávarfalla og strauma, liggur sundleiðin í S og getur teigst í um 50 Km. Í júlí 2007 synti hún einnig Ermasundið í boðsundi ásamt móður sinni, Leena Sharam (43) og vinkonu sinni Priyanka Gehlot (20 ára), á 16 tímum og 19 mínútum, sem er Asíumet. Bhakti hefur að baki ýmis önnur sundmet meðal annars synti hún í laug í heimabæ sínum í 12 tíma samfleytt eða um 35 Km. Að þessu afreki loknu í Norður-Íshafinu þá hyggst hún fara sér hægar í sundinu og einbeita sér að námi en hún stefnir á MBA gráðu.

Grímsey 9. ágúst 2010.

Jón Svavarsson ljósmyndari.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!