Sund út í Viðey 20. ágúst kl 17:30

August 17, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Núna föstudaginn 20. ágúst er næsta hópsund sumarsins sem haldið er af SJÓR. Þá verður synt út í Viðey (900 m) og til baka (1,8km) fyrir þá sem það kjósa. Aðrir verða ferjaðir til baka til Sundahafnar.
Sjá mynd
Nokkrir bátar verða með í för til öryggis og fylgja sundfólki alla leið og ættu því allir að geta tekið þátt, en við viljum samt hvetja fólk til að sýna aðgát.

Nauðsynlegt er að mæta tímanlega og skrá sig.

Munið að hafa með ykkur nesti, t.d. heitt kakó (allavega eitthvað heitt að drekka) og banana eða aðra góða næringu til að nærast eftir sundið.

Þegar sundinu lýkur er einnig gott að fara í heitan pott og hita sig upp. Laugardalslaugin er ekki langt frá Sundahöfn og er opin til kl. 22 30

Share

Comments

3 Comments on Sund út í Viðey 20. ágúst kl 17:30

 1. Eggert Vébjörnsson on Fri, 20th Aug 2010 21:03
 2. Náði næstum að klára sundið fram og til baka. Þurfti að kalla til hjálp þegar ca. 100 metrar voru eftir því ég var einfaldlega orðinn of kaldur og magnvana til að klára.
  Vildi koma þökkum á framfæri til þess frábæra fólks sem stóð vaktina í kajökum og hraðbátum og passaði uppá sundfólkið. Það var komin kajak uppað mér innan örfárra sekúndna eftir að ég bað um aðstoð og björgunarbátur örstuttu seinna.
  Drifin innfyrir og dúðaður í teppi og beint í land þar sem ég fékk frekari aðhlynningu frá þessu frábæra og yndislega fólki.
  Það er víst óhætt að segja að öryggismálin hafi verið í góðu lagi og sérlega vel að þessu staðið.
  Ég vona bara að einhver sem að þetta les sé í aðstöðu til að koma innilegum þakklætiskveðjum frá mér til bátafólksins hvort sem það var í kajökum eða björgunarbátum því þau voru frábær.
  Eggert Vébjörnsson.

 3. Valur Þór on Fri, 20th Aug 2010 21:19
 4. Þetta var algjör snilld og ég vona að allir hafi sloppið frá þessu tiltölulega óskaddaðir :) Ég fór á ágæta skjálftavakt eftir að hafa synt frá Viðey að Skarfakletti. En maður er svo léttur í skapi eftir sund í svona öldugangi og roki. Ég þakka þeim sem stóðu vaktina, pössuðu upp á mig og hinna sem syntu með mér.

 5. Þorkell Héðinn Haraldsson on Fri, 20th Aug 2010 23:49
 6. Þakka fyrir æðislegt sund, synti að þessu sinni með blöðkur var varla kominn 10 metra þegar ég fór að fá sinadrátt í ilina :) en náði að laga tæknina eithvað svo það lagaðist. Vá hvað það var gaman að synda á móti þessum öldum ég held ég hafi verið hlæjandi hálfa leiðina út. Ég vill einnig þakka skipuleggjendum og báta fólki kærlega fyrir þeirra fyrirhöfn, þrátt fyrir smá öldur þá upplifði maður fullt öryggi og sundið hepnaðist frábærlega.
  Guð blessi ykkur.
  Þorkell H Haraldsson.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!