Synchronized sea swimming – Samhæfður listdans í sjó

August 18, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Jæja kæru félagar þá er komið að því – keppt verður í SYNCHRONIZED SEA SWIMMING föstudaginn 27. ágúst kl. 17 niður í Nauthólsvík. Þetta er liðakeppni og er öllum heimil þátttaka.  Nokkur lið er þegar farinn að æfa og útfæra :-) en það er pláss fyrir fleiri og því er um að gera að slá saman í hóp, vera með og skrá liðið hér fyrir neðan í athugasemdir.  Alskonar verðlaun í boði en það er þó ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera með og koma leyndum hæfileikum á framfæri. Auk þess sem þetta er fyrsta íslandsmótið í Synchronized sea swimming.

Það verður brjálað stuð og stemmning

Share

Comments

10 Comments on Synchronized sea swimming – Samhæfður listdans í sjó

 1. Raggý on Wed, 18th Aug 2010 10:17
 2. Lið: HAFHAF, Meðlimir: Kidda, Raggý og vinkonan, Lag: leyndó (látum þó Jakob Viðar vita) :-)

 3. Þórdís on Sun, 22nd Aug 2010 12:27
 4. FLJÓTANDI FEGURÐ
  Höfundur: María Franklín Jakobsdóttir
  Fyrirliði: Þórdís Hrönn Pálsdóttir
  Flytjendur: Blika Garpar – 7 manns
  Lag: Feist 1234

 5. Guðrún Hlín on Mon, 23rd Aug 2010 10:49
 6. Lið: Himneskar bólur
  Liðsfélagar: Guðrún Atla, Guðrún Hlín, Lydía Ósk, Sonja, Anna Karen og Iðunn.
  Veit ekki hvað lagið heitir en tónlistarstjórinn fær afhentan disk.

 7. Helga on Mon, 23rd Aug 2010 18:57
 8. Ídívurnar skrá sig hér með, við erum 8-10 ungmeyjar. Nafnalisti og lag verður birt síðar í vikunni.

 9. Helga on Tue, 24th Aug 2010 19:59
 10. Ídívurnar hér aftur, þá er þetta komið á hreint
  Við verðum 10 – Anna Dagný, Birna, Dagrún, Fía, Guðbjörg, Helga, Ingibjörg, Linda, Lína og Magnea
  Fyrirliði er Helga Gunnarsdóttir
  Lag: Stanslaust stuð með Páli Óskari

 11. Bára on Wed, 25th Aug 2010 14:40
 12. Heiti liðs: BLEIKU FÍLARNIR
  Fjöldi liðsfélaga: 8-10
  Fyrirliði: Bára
  Lag: Fairytale með Alexander Rybak

 13. Kristín Helgadóttir on Thu, 26th Aug 2010 15:32
 14. þið munið bara að láta tónlistarstjórann frá lögin!

 15. Þóra Kristín on Thu, 26th Aug 2010 16:21
 16. Ohhhh ömurlegt að missa af þessu, skemmtið ykkur sjúklega vel, treysti því að myndavélarnar verði á lofti.

 17. Anna G. on Thu, 26th Aug 2010 20:56
 18. Sjóselirnir mæta á svæðið
  3 liðsfélagar
  Fyrirliði: Tindra Gná
  Undir óm: TASTE IT með INXS

  Hlökkum til að sjá ykkur

 19. Raggý on Fri, 27th Aug 2010 09:21
 20. Minni keppendur á að koma með CD-disk með laginu – svo er fínt að vera með baðslopp eða teppi til að hafa utan um sig meðan hinir eru að synchróa. Ef fleirum langar að taka þátt er um að gera að skrá liðið. Sjáumst.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!