Dýfingamót 8. september kl. 17:20

September 6, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Fyrsta opna keppnismótið í „sjódýfingum” verður haldið næstkomandi miðvikudag 8. september, í Nauthólsvík .

Stokkið verður fram af klettinum og lent í haffletinum sem mun verða nálægt stórstraumsflóði.

Keppt er í opnum flokki og öll kyn, öll þjóðerni, allur aldur og öll getustig eru gjaldgeng til keppni.

Tímasetning:

Keppni hefst kl. 17:20 og áætlað að ljúki fyrir 18:20

(sérstakur æfingadagur verður mánudaginn 6. september, kl. 17:00 – 19:00)

Keppnisfyrirkomulag :

Hver keppandi má gera 1 – 3 stökk. Aðeins besta stökk telst til verðlauna. Erfiðleiki stökksins, útfærsla í flugi og niðurkoma verða metin í samræmi við Dýfingareglur FINA.

Skráning á staðnum.

Dómarar:

Fulltrúi Flugmála: Magnús Pálsson (mun dæma flugfasa stökksins)

Fulltrúi Hafrannsókna: …. (mun dæma niðurkomu í hafið)

Fulltrúi Sundsambands: Jónas Tryggvason (mun dæma erfiðleika og stíl)

Skipulag og eftirlit:

SJÓR, Sjósunds og sjóbaðsfélag Reykjavíkur

Dýfinganefnd SSÍ

Share

Comments

2 Comments on Dýfingamót 8. september kl. 17:20

  1. Raggý on Mon, 6th Sep 2010 10:42
  2. Má notast við leikmuni í stökkinu?

  3. Jóhanna Fríða on Wed, 8th Sep 2010 08:45
  4. Hæ Raggý, mér skilst að þú hafir fengið svarið í pottinum, en svona fyrir alla hina sem eru að hugsa það sama, þá er að sjálfsögðu velkomið að notast við leikmuni, eina skilyrðið er að hafa gaman :)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!