Árni Þór synti Drangeyjarsundið.

September 9, 2010 by
Filed under: Árni Þór 

Á sunnudaginn var,  skelltu félagarnir sér norður á Sauðárkrók, Árni og Benni en fyrirhugað var að Árni myndi þreyta Drangeyjarsundið fræga, en Benni myndi vera honum til aðstoðar í bát Björgunarsveitarinnar Grettis frá Hofsósi ásamt þremur björgunarsveitarmönnum.  Benni synti þetta sund fyrir tveimur árum eða 2008, en komst ekki núna sökum eitrunar sem hann fékk í augun eftir Viðeyjarsund eins og flestir muna eftir.

Lofthiti var ákjósanlegur við Drangey, en nokkuð hafði bæst í vind yfir daginn og var ölduhæð yfir 1m og sjóhiti um 10.5 gráður.  Árni lagðist til sunds, rétt um 17:30 og sóttist sundið vel þrátt fyrir ölduhæðina.  Gríðarmikið var um marglyttur á leiðinni, en það finnst sundfólki jafnan frekar óþægilegt, enda hægt að brennast illa af þeirra völdum.

Árni kláraði sundið á 02.42.51 og gekk í Grettislaug að sundinu loknu mjög vel á sig kominn og hress, en þó með mikla sjóriðu.  Þess má geta að Árni er fyrsti maðurinn til að synda þetta sund svo seint á árinu eða í september.

Því miður var enginn á staðnum sem kunni á myndavél, svo við verðum að nota ímyndunaraflið góða og sjá Árna fyrir okkur í mikilli ölduhæð sönglandi “Hafið bláa hafið hugann dregur” á leið til lands.

Share

Comments

3 Comments on Árni Þór synti Drangeyjarsundið.

  1. Jóhanna Fríða on Thu, 9th Sep 2010 11:02
  2. Til hamingju Árni með þetta, flott hjá þér.
    Mæli með að við kennum formanninum okkar á myndavél þó ég reyndar eigi mjög auðvelt með að sjá Árna fyrir mér sönglandi í sjónum ;)

  3. Bennih on Sat, 11th Sep 2010 13:20
  4. í óðagotinu við að komast af stað úr vinnunni og sparka í Árna til að drullast af stað norður varð eitthvað undan á láta. Ég skildi myndarvélina eftir heima og Árni sína líka. Engin myndarvél og ekkert staðfest um sund Árna. Synti hann nokkuð?

  5. birgir on Sat, 11th Sep 2010 23:29
  6. Nákvæmlega, Ef Benni er ekki tilbúinn að staðfesta þetta Drangeyjarsund, þá er Árni í djúpum **** (sjó) Múhahaha.
    En til hamingju með buslið Árni, tær snilld.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!