Skriðsundsnámskeið og æfingar.

September 14, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Viðræður hafa farið fram við tvo frábæra þjálfara um að taka að sér störf fyrir SJÓR:

- Magnús Ólafsson.
Miðað er við að hann taki að sér skriðsundskennslu fyrir byrjendur og lengra komna. Eftir námskeiðið er nemandinn fullfær um að synda skriðsund sér til ánægju í sjó og sundlaug og til að ganga í Garpahóp.

- Rússneskur heimsklassa þjálfari
Hann mun sjá um Garpahóp SJÓR. Um er að ræða æfingar tvisvar í viku, klukkustund í senn, þar sem synt er eftir fyrirfram ákveðnu plani. Að vetri loknum verður sundmaður fær um að þreyta það sund sem honum hugnast, t.d. Viðeyjarsund, Drangeyjarsund, Skerjafjarðarsund o. fl. Einnig að taka þátt í Garpamóti.

Enn er ekki fullljóst hver kostnaðurinn verður en honum verður stillt í hóf eins og hægt er. Vonast er til að æfingar fari fram í Laugardalnum.
Ef þú hefur áhuga sendu þá tölvubréf á bennih@simnet.is og tilgreindu hvaða tími hentar þér best.
FH. SJÓR Benedikt Hjartarson

Share

Comments

One Comment on Skriðsundsnámskeið og æfingar.

  1. Bennih on Wed, 15th Sep 2010 15:18
  2. Mikil viðbrögð hafa orðið vegna skriðsundsnámskeiðsins og garpahópsins. Það verður gaman að vinna úr fyrirspurnunum, raða í hópa og sjá árangurinn og gleðina sem árnagri fylgir.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!