Er Fossvogurinn Klóakpottur?

October 2, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Sjósundmenn hafa í liðinni viku vart hitt þann kunningja sem ekki hefur spurt í gamni hvort viðkomandi syndi í klóaki. Fjölmiðlar greindu frá því að Kópavogsbær væri að veita frárennsli fram hjá skolpdælustöðinni beint út í sjóinn vegna tveggja daga viðgerðar á stöðinni.  Stöð þessi er ekki í sundleið sjósundfólks í Nauthólsvíkinni en straumar geta hæglega borið saurinn inn voginn ef mikið af frárennslinu fer þar út. Eftirgrennslan hjá þeim sem rannsakað hafa voginn og skoðað mengunarmælingar sem þar hafa farið fram, bendir til þess að magn sjávar sem um voginn fer sé það mikið að hann hreinsi sig alveg á sex tímum. Það er því engin hætta á því að við syndum í klóaki. Sjórinn er hreinn og heilsusamlegur. Hitt er svo annað mál að mikil uppbygging hefur farið fram í ferðaþjónustu í Nauthólsvík og staðurinn því viðkvæmur fyrir svona fréttum. Það að veita saur í sjóinn er með öllu ólíðandi. Kópavogsbær, sem stendur sig því miður mjög illa í ferðaþjónustu, verður að taka sig taki og koma skólpmálum sínum í lag. Í Kópavogi býr fjöldi iðkenda sjávaríþrótta og ekki er óalgengt að þeir komist í beina snertingu við sjóinn. Sjórinn þarf að vera hreinn, alltaf, alls staðar.

Árni Þór Árnason, varaformaður SJÓR, hefur rætt við umsjónarmenn skólpmála i Kópavogi. Það verður að segjast eins og er að samskiptin mega vera jákvæðari.  Eitt fékkst þó jákvætt út úr þeim samtölum. Það er áhugi á að bæta aðstöðuna við sjóinn til að Kópavogsbúar hafi svipaða aðstöðu til sjóbaða og Reykvíkingar. Það fyrsta sem þarf að gera er að koma skólpmálum í viðunandi horf.

Benedikt Hjartarson

Share

Comments

One Comment on Er Fossvogurinn Klóakpottur?

  1. Heimir on Tue, 5th Oct 2010 10:39
  2. Frábær og þörf grein.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!